20. febrúar 2018
Leiðréttir kauptaxtar fyrir starfsfólk ríkisins
Eins og áður hefur verið greint frá þá var skrifað undir samkomulag í desember síðastliðinn um launaþróunartryggingu vegna starfsfólks hjá ríkinu, en samkvæmt tryggingunni hækka laun ríkisstarfsmanna innan aðildarfélaga SGS um að meðaltali 1,8% afturvirkt frá 1. janúar 2017. Síðastliðinn föstudag undirritaði SGS svo samkomulag við ríkið um hvernig hækkunin verður nýtt. Samkvæmt samkomulaginu eru a…!--more-->
16. febrúar 2018
Laun ríkisstarfsmanna hækka um 1,8% afturvirkt
Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið á almenna vinnum…
15. febrúar 2018
Námskeiðið "Ungir leiðtogar"
Ungir leiðtogar er námskeið sem ætlað er ungu fólki. Markmiðið er að fræða um verkalýðshreyfinguna og efla ungu fólk sem leiðtoga hvort sem er á vinnustaðnum eða á breiðari vettvangi. Námskeiðið er sniðið að ungum félögum í verkalýðshreyfingunni; trúnaðarmönnum, starfsmönnum stéttarfélaga og ungu fólki í trúnaðarráðum.
Þrátt fyrir að ungt fólk (18-35 ára) sé stór hópur á vinnumarkaði er virkni þe…!--more-->
14. febrúar 2018
Fræðsludagar starfsfólks stéttarfélaganna
Dagana 12. og 13. febrúar stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins, en þetta var í fimmta sinn sem SGS stendur fyrir viðburði sem þessum. Að þessu sinni fóru fræðsludagarnir fram á Hótel Bifröst, þar sem gestir dvöldu í góðu yfirlæti og fallegu umhverfi. Tæplega 30 einstaklingar höfðu boðað komu sína, en vegna veðurs þá forfölluðust nokkrir úr hópnum…
14. febrúar 2018
23 daga átak ITUC gegn kynbundnu ofbeldi
Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 35% kvenna yfir 15 ára aldri, alls 818 milljónir kvenna í heiminum öllum, hafi upplifað kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi eða ofbeldi á vinnustað. Þetta er óásættanleg staða og því hefur Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) blásið til 23 daga átaks til að vekja athygli á málinu.
Herferðin
Það verða engin sómasamleg störf til þar sem ofbeldi þríf…!--more-->