23. nóvember 2017
Við erum ekki á matseðlinum!
Um helmingur kvenna starfandi í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna, um fjórðungur karla verður fyrir slíkri áreitni. Konur upplifa skerta öryggistilfinningu vegna áreitninnar en hún virðist ekki að sama skapi hafa áhrif á karla sem verða fyrir áreitni. Að koma í veg fyrir áreitni á vinnustöðum er því öryggismál og ber að fa…
14. nóvember 2017
Desemberuppbót 2017
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Upphæðir desemberuppbót…
8. nóvember 2017
Hvað er kynferðisleg áreitni?
Starfsgreinasambandið hefur gefið út einblöðung fyrir starfsfólk stéttarfélaga og trúnaðarmenn um kynferðislega áreitni og viðbrögð við henni. Einblöðungurinn er hluti af fræðslustarfi sambandins gagnvart stéttarfélögum og trúnaðarmönnum og miðar að því að gera félög betur í stakk búin til að taka á þeim málum sem upp koma. Í einblöðungnum er fjallað um hvað kynferðisleg áreitni þýðir, þ.e. almen…
7. nóvember 2017
Fræðsludagur félagsliða
Miðvikudaginn 22. nóvember næstkomandi verður hinn árlegi fræðsludagur félagsliða haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, en viðburðurinn er opinn félagsliðum um allt land óháð stéttarfélagi. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Drífu Snædal (drifa@sgs.is) fyrir 15. nóvember. Félagsliðar um allt land eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að fræðast og ekki síst …
6. nóvember 2017
Morgunverðarfundur um fátækt meðal vinnandi fólks
Þann 16. nóvember næstkomandi mun EAPN á Íslandi og Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) standa fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni "Íslenskur veruleiki: fátækt meðal vinnandi fólks". Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík og stendur frá klukkan 8.30 til 10.30. Aðgangseyrir á fundinn er 3.000 kr. og fer skráning fram hér. Dagskrá: 8.40 -8.55           Hanna Björnsdóttir…