10. október 2017
6. þing Starfsgreinasambands Íslands
6. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett á Hótel Selfossi á morgun, 11. október, og mun standa yfir í tvo daga. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum sambandsins. Dagskrá þingsins verður með hefðbundnu sniði en í takt við nýja tíma þá…
10. október 2017
Stéttarfélögin í Suðurkjördæmi skora á verðandi þingmenn
Trúnaðarmenn og stjórnir stéttarfélaganna í Suðurkjördæmi hittust á Hótel Dyrhólaey dagana 4 .- 6. október sl. og fóru yfir stöðu kjaramála ásamt málefnum sem brenna á launafólki í kjördæminu og byggðunum við suðurströndina. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem stéttarfélögin í Suðurkjördæmi skora á verðandi þingmenn að hafa að leiðarljósi kjör og velferð hins vinnandi manns á komandi kjörtímab…
3. október 2017
Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?
Vinnueftirlitið stendur fyrir vinnuverndarráðstefnu á Hótel Borgarnesi þann 6. október kl. 13-16. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Vinnuverndarvikuna 2017 og ber yfirskriftina „VINNUVERND ALLA ÆVI – Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?“ Á ráðstefnunni verður sjónum beint að mikilvægi vinnuverndar í ferðaþjónustu og áhrifum vinnuumhverfisins á starfsmenn. Fjölbreyttur hópur fyrirlesara mun taka þá…
2. október 2017
35. þing Alþýðusambands Norðurlands fór fram um helgina
Tæplega 90 fulltrúar, frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi sátu 35. þing Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Þingið tókst í alla staði mjög vel. Skipað var í fjóra vinnuhópa þar sem fjallað var um vinnumarkaðsmál, menntamál, jafnréttismál og velferðarmál. Fjórar ályktanir voru samþykktar samhljóða á þinginu og má lesa þær hér fyrir neðan. Fjölmargir g…
28. september 2017
Aðgerðaráætlun gegn einelti og kynbundnu ofbeldi
Starfsgreinasambandið hefur samþykkt áætlun gegn einelti og kynbundnu áreiti og tekur áætlunin til sambandsins sem vinnustaðar sem og félaglegra þátta. Samkvæmt áætluninni er öllum einstaklingum sem starfa hjá Starfsgreinasambandi Íslands eða taka með öðrum hætti þátt í starfi þess tryggt öruggt umhverfi og virðing. Í því felst að þurfa ekki að þola einelti eða annars konar ofbeldi. Í áætluninni e…