3,4% atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2017

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 202.500 manns, á aldrinum 16–74 ára, á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2017. Af þeim voru 195.600 starfandi og 7.000 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,4%, hlutfall starfandi mældist 81,5% og atvinnuleysi var 3,4%. Frá öðrum ársfjórðungi 2016 fjölgaði starfandi fólki um 3.500 en hlutfall af mannfjölda lækkaði um 0,4 prósentustig. Atvinnulausum fækkaði á sama tíma um 200 manns og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli lækkaði um 0,2 prósentustig. Atvinnulausar konur voru 3.300 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 3,5%. Atvinnulausir karlar voru 3.700 eða 3,4%. Atvinnuleysi var 3,9% á höfuðborgarsvæðinu og 2,6% utan þess. Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA