45. þing Alþýðusambands Íslands

Þrjú hundruð fulltrúar frá tæplega 50 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 45. þingi ASÍ dagana 10.-12. október næstkomandi, en þingið verður að þessu sinni haldið á Hótel Nordica í Reykjavík. Starfsgreinasambandið á 121 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum sambandins.

Á þinginu verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin. Þá mun þingið fjalla um þau verkefni og áskoranir sem ASÍ, aðildarfélögin og launafólk standa frammi fyrir nú og í næstu framtíð og hvernig á að takast á við þær út frá grunngildum og baráttu verkalýðshreyfingarinnar.

Nánari upplýsingar um þingið og dagskrá er að finna á þingvef 45. þings ASÍ.

  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA