5 félög búin að samþykkja, 11 félög hafa fellt

Niðurstöður hafa nú borist í atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga frá öllum aðildarfélögum sem SGS fór með umboð fyrir. Af þeim 16 félögum sem eru búin að telja samþykktu 5 þeirra samningana en 11 félög felldu þá. Í flestum félögum var viðhöfð póstatkvæðagreiðsla en á nokkrum stöðum var haldinn kjörfundur. Báran á Selfossi var með rafræna kosningu.  Kosningaþátttaka hjá þessum 16 félögum var 28,2%. Þau félög sem samþykktu samninginn eru: Afl starfsgreinafélag á Austurlandi, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis og Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Auk þess skoðast samningurinn samþykktur hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur vegna ónægrar kjörsóknar. Þau félög sem felldu samninginn eru: Aldan stéttarfélag í Skagafirði, Báran stéttarfélag í Árborg, Drífandi stéttarfélag í Vestmannaeyjum, Eining-Iðja í Eyjafirði, Framsýn stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, Stéttarfélagið Samstaða á Blönduósi, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðsfélag Snæfellinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Félögin gera grein fyrir niðurstöðum kosninga á sínum vefsvæðum og ítarlegri niðurstöður verða birtar á þessum vef þegar allar niðurstöður eru komnar í hús.[hr toTop="false" /]
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA