Ályktun frá stjórnum og trúnaðarmönnum stéttarfélaganna í Suðurkjördæmi

Stjórnir og trúnaðarmenn stéttarfélaganna í Suðurkjördæmi furða sig á vinnubrögðum sveitarfélaganna þegar kemur að kjarasamningsgerð fyrir þá sem starfa á lægstu töxtunum. Vinnubrögð samninganefndar sveitarfélaganna einkennast af virðingarleysi og hroka gagnvart félagsmönnum stéttarfélaganna. Þetta vekur upp spurningar um hvort sveitarstjórnarmenn hafi veitt samninganefnd sveitarfélaganna umboð til þess.

Gildistími kjarasamninganna var til 31. mars sl. Kjarasamningar hafa verið lausir í sjö mánuði. Stéttarfélögin skora á kjörna fulltrúa í bæjar og sveitarstjórnum að sýna starfsmönn-um sveitarfélanna þá virðingu að bretta upp ermar og ljúka við kjarasamningsgerð. Fyrir hönd átta þúsund félagsmanna innan Starfsgreinasambands Íslands, Báran, stéttarfélag Drífandi stéttarfélag Verkalýðsfélag Grindavíkur Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis Verkalýðsfélag Suðurlands

  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA