Baráttukveðjur til launafólks í Noregi og á Ítalíu

Framkvæmdastjórn EFFAT (evrópsk samtök launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði) sem hélt fund 3. og 4. maí 2016 lýsir yfir fullum stuðningi við starfsfólk í hótel og veitingageiranum í Noregi og Ítalíu í þeim átökum sem nú standa yfir. Í Noregi eru 7.000 félagar í Fellesforbundet í verkfalli þessa stundina og hefur það áhrif á 750 hótel og veitingastaði um allan Noreg. Verkfallið hefur staðið síðan 23. apríl 2016 og er til að styðja kröfum um verulega hækkun launa  (en þetta er ein lægst launaða stétt Noregs) og kröfu um að fá að gera miðstýrða kjarasamninga en ekki samninga innan hvers fyrirtækis fyrir sig. Á Ítalíu undirbúa verkalýðsfélögin FILCAMS-CGIL, FISASCAT-CISL og UILTuCS-UIL verkfall á landsvísu þann 6. maí 2016. Krafan er að koma atvinnurekendum að samningaborðinu til að endurnýja samninga innan hótel, veitinga og ferðaþjónustugeirans. Síðan árið 2013 hafa verkalýðsfélögin krafist betri launa, betri starfsskilyrða og tækifæra til menntunar fyrir 1,3 milljón starfsmenn sem starfa á hótelum, veitingastöðum, skyndibitastöðum, ferðaskrifstofum og við leiðsögn. Starfsgreinasamband Íslands sendir að sjálfstögðu einnig stuðnings- og baráttukveðjur til félaga okkar í Noregi og á Ítalíu.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag