Blaðamannafundur á Akureyri í dag: Næstu skref í aðgerðum vegna kjarasamninga

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) boðar til blaðamannafundar í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, þriðjudaginn 17. mars kl. 13:30. Fundurinn fer fram í Norðursalnum á 5. hæð. Á fundinum verður kynnt áætlun um fyrirhuguð verkföll til að knýja fram endurnýjun kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Meðal þess sem kynnt verður er tímasetning og umfang aðgerðanna. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, kynnir aðgerðirnar og verður til viðtals að fundinum loknum. Nánari upplýsingar veitir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, í síma 695-1757.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag