Erindrekstur forystu SGS

Erindrekstur forystu Starfsgreinasambandsins stendur nú yfir og hefur framkvæmdastjóri, formaður og varaformaður heimsótt 13 aðildarfélög af 19 á Vestur-, Norður og Suðurlandi auk Reykjaness. Rætt hefur verið um framtíð Starfsgreinasambandsins, áherslur og áskoranir verkalýðshreyfingarinnar við stjórnarfólk verkalýðsfélaganna. Stefnt er að því að erindrekstrinum ljúki í febrúar og verður þá unnið úr niðurstöðum fundanna og lagðar tillögur að framhaldinu og hvernig SGS getur beitt sér með sem bestum hætti. Almenn ánægja hefur ríkt með heimsóknirnar og hafa móttökurnar jafnframt verið einstaklega góðar.
  1. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  2. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  3. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  4. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta