Fékkst þú launahækkun um mánaðarmótin?

Þann 1. janúar 2022 hækkuðu og launatengdir liðir skv. núgildandi kjarasamningum.

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði
Kauptaxtar hækkuðu um kr. 25.000 og almenn mánaðarlaun fyrir fullt starf hækkuðu um kr. 17.250. Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækkuðu um 2,5% á sömu dagsetningu. Einnig hækkuðu lágmarkstekjur fyrir fullt starf og verða 368.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf frá 1. janúar 2022. 

Starfsfólk sveitarfélaga
Laun hækkuðu um kr. 25.000. 

Starfsfólk ríkisins
Laun hækkuðu um kr. 17.250.

Nýja kauptaxtar SGS má nálgast hér.

Við hvetjum alla til að skoða launaseðla sína vel og ganga úr skugga um að hækkunin hafi örugglega skilað sér.

  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA