Formannafundur SGS haldinn í dag

Í dag, föstudaginn 12. desember, heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram í Reykjavík. Um er að ræða fjórða formannafund SGS í ár, en til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS, alls 19 talsins. Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir og má þar á meðal nefna málefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, starfsmatskerfið og niðurstöður launaúttektar. Þá mun Bergþóra Ingólfsdóttir fylgja eftir minnisblaði um skil á félagsgjöldum og afskipti stéttarfélaga af málum félagsmanna sinna auk þess sem fundargestir fá kynningu á bráðabirgðaniðurstöðum úr skýrslum um félagafjölda og þjónustukönnun. Áætlað er að fundurinn standi frá kl. 12:00 til 16:00.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag