Forysta SGS sækir aðildarfélögin heim

Á næstu vikum og mánuðum mun forysta Starfsgreinasambandsins, þ.e. formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri, leggja land undir fót og heimsækja öll 19 aðildarfélög sambandsins. Forystan mun ræða við stjórnir, og í einhverjum tilfellum trúnaðarráð líka, um störf SGS, starfsemi hvers félags fyrir sig, áherslur til framtíðar og annað sem félögin óska eftir að taka til umfjöllunar. Fyrir áramót verða þrettán félög heimsótt í tveimur áföngum og er búið að setja upp skipulag fyrir tveggja tíma heimsókn í hvert félag. Þau félög sem út af standa verða svo heimsótt eftir áramót. Aðildarfélög SGS eru: AFL-Starfsgreinafélag Aldan stéttarfélag Báran stéttarfélag Drífandi stéttarfélag Efling stéttarfélag Eining-Iðja Framsýn stéttarfélag Stéttarfélag Vesturlands Stéttarfélagið Samstaða Verkalýðsfélag Akraness Verkalýðsfélag Grindavíkur Verkalýðsfélag Snæfellinga Verkalýðsfélag Suðurlands Verkalýðsfélag Vestfirðinga Verkalýðsfélag Þórshafnar Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA