Fræðsludagar og formannafundur í Reykjanesbæ

Dagana 6. og 7. september næstkomandi mun Starfsgreinasambandið standa fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins, en þetta verður í sjöunda sinn sem SGS stendur fyrir viðburði sem þessum. Að þessu sinni fara fræðsludagarnir fram á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ og er skráning með besta móti, tæplega 40 manns.

Fræðsludagarnir, sem voru fyrst haldnir árið 2014, hafa ávallt verið vel sóttir og notið vinsælda meðal þátttakenda, en dagar sem þessir eru ekki síst mikilvægir upp á félagslega þáttinn, þ.e. að fólk allsstaðar af landinu komi saman til að fræðast, ræða saman og eiga skemmtilegar stundir.

Í framhaldi af fræðsludögnunum munu formenn SGS funda í tvo daga á Hótel Keflavík. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Á dagskrá fundarins er m.a. kynning á starfsmatskerfinu, kynning á niðurstöðum könnunar Vörðu og erindi frá nýskipuðum ríkissáttasemjara. Þá verða að vanda umræður um stöðuna í kjaramálum auk fleiri dagskrárliða.

  1. 7/8/2024 11:05:45 AM Kjarasamningur við ríkið 2024-2028 samþykktur
  2. 7/5/2024 11:51:04 AM Kosið um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin
  3. 7/4/2024 12:49:29 PM Kjarasamningur við sveitarfélögin í höfn
  4. 7/4/2024 11:32:38 AM Kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur