Fræðsludagur félagsliða haldinn 23. nóvember

Þann 23. nóvember næstkomandi verður hinn árlegi fræðsludagur félagsliða haldinn á Fosshótel í Reykjavík, en þetta er í sjöunda skipti sem fræðsludagurinn er haldinn. Hann var fyrst haldinn á Akureyri haustið 2014 og svo árlega fram til ársins 2019, en hefur hins vegar ekki farið fram síðastliðinn tvö ár vegna Covid.

SGS og Félag íslenskra félagsliða halda daginn í sameiningu og er fræðslan opin félagsliðum um allt land óháð stéttarfélagi. Nauðsynlegt er að skrá mætingu fyrir 20. nóvember næstkomandi. Félagsliðar um allt land eru hvattir til að nýta þetta tækifæri til að fræðast og ekki síst hitta aðra félagsliða. Dagskrána má nálgast hér

  1. 11/12/2025 10:28:33 AM Auknar líkur á atvinnuleysi út árið 2027
  2. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  3. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  4. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára