Fullur salur á aðalfundi Landvarðafélags Íslands

Fjöldi fólks var samankomið á aðalfundi Landvarðafélagsins í síðustu viku en sérstakt fagnaðarefni var að umhverfisráðherra lýsti því yfir að auknu fjármagni verði varið í að styrkja landvörslu. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og ávarp ráðherra var fjallað um kjaramál en  nú standa yfir viðræður við Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð um endurskoðun á stofnanasamningi. Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS kynnti stöðu mála á fundinum en fjöldi landvarða hafa fylgst með viðræðunum og eru virkir í kjaramálum. Formaður var endurkjörinn Linda Björk Hallgrímsdóttir en í kjaranefnd félagsins voru kjörnar þær Anna Ragnarsdóttir Pedersen, Rannveig Einarsdóttir og Sara Hrund Signýjardóttir. Starfsgreinasamband Íslands hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA