Fyrirlestur um lagaumhverfi heimilisstarfa á Íslandi

Starfsgreinasambandið vekur athygli á að á morgun, föstudaginn 13. september, mun nýráðinn framkvæmdastjóri SGS, Drífa Snædal, flytja fyrirlestur um lagaumhverfi heimilisstarfa á Íslandi. Um er að ræða fyrirlestur sem byggir á meistararitgerð Drífu, en hún lauk nýverið MA-námi í vinnumarkaðsfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð.   Fyrirlesturinn sem ber heitið „Þegar heimili eins er vinnustaður annarra. Lagaumhverfi heimilisstarfa á Íslandi“ verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12.00-13.00 og eru allir velkomnir. Auglýsing RIKK
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA