Guðbjörg Kristmundsdóttir nýr formaður VSFK

Á aðalfundi Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK), sem haldinn var 21. mars síðastliðinn, var Guðbjörg Kristmundsdóttir kosin nýr formaður félagsins. Var Guðbjörg sjálfkjörin þar sem enginn annar listi bauð fram. Guðbjörg er ættuð af Ströndum og frá Akureyri og vann hún ýmis verkamanna- og þjónustustörf á sínum yngri árum. Hún lauk kennaranámi árið 2003 og starfaði í 10 ár sem kennari. Þá hefur hún einnig lokið námi sem náms-og starfsráðgjafi og starfaði hún sem slíkur í 5 ár. Þá starfaði Guðbjörg sem atvinnuráðgjafi og hópstjóri hjá STARFi vinnumiðlun og sem fræðslustjóri hjá VSFK. Árið 2014 bauð hún sig fram sem ritari í stjórn VSFK 2014 og frá árinu 2015 hefur hún gengt embætti varaformanns félagsins. Starfsgreinasambandið býður Guðbjörgu velkomna í formannahóp sambandsins og þakkar um leið Kristjáni Gunnarssyni, fráfarandi formanni, fyrir samstarfið í gegnum árin. [caption id="attachment_319005" align="alignleft" width="225"] Guðbjörg Kristmundsóttir og Kristján Gunnarsson.[/caption]                  
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA