Kjarasamningsbundnar launahækkanir í apríl

Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á að ganga vel úr skugga um hvort kjarasamningsbundnar launahækkanir skili sér þegar laun fyrir aprílmánuð verða greidd út um næstu mánaðarmót. Annars vegar er um að ræða kauptaxtahækkanir á almennum vinnumarkaði hins vegar hækkanir hjá þeim sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Kauptaxtar sambandsins við áðurnefnda aðila hafa verið uppfærðir samkvæmt þessu en í þeim geta félagsmenn m.a. fundið út sín laun út á einfaldan hátt og skoðað nýjar launatöflur.

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði:
Lágmarkskauptaxtar kjarasamninga SGS og SA hækkuðu um 0,58% frá og með 1. apríl 2025 vegna kauptaxtaauka.
Kauptaxtar SGS og SA
Kauptaxtar SGS og SA í veitinga-, gisti- og þjónustustarfsemi
Launahækkanir SGS og SA - reiknivél

Laun þeirra sem eru ekki á töxtum og þ.a.l. yfir lágmarkstöxtum kjarasamnings hækka ekki, en þess þarf þó að gæta að laun séu eftir breytinguna að lágmarki jafngóð og skv. kauptöxtum kjarasamnings.

Starfsfólk hjá ríkinu:
Ný launatafla tók gildi frá og með 1. apríl 2025. Hækkun grunnþreps í launatöflu er 23.750 kr., en þó að lágmarki 3,5%.
Kauptaxtar SGS og ríkisins.

Starfsfólk sveitarfélaga:
Ný launatafla tók gildi frá og með 1. apríl 2025. Hækkun grunnþreps í launatöflu er 23.750 kr., en þó að lágmarki 3,5%.
Kauptaxtar SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  1. 4/8/2025 2:42:20 PM Kjarasamningsbundnar launahækkanir í apríl
  2. 3/21/2025 10:37:05 AM Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025
  3. 3/17/2025 3:05:00 PM Kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna ólögmæts samráðs á…
  4. 3/7/2025 2:31:55 PM Umsvif hins opinbera í útboðum í ræstingum kortlögð