Norræn ráðstefna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni í veitingageiranum

Starfsgreinasamband Íslands átti frumkvæði að því að sækja um styrk til Norðurlandaráðs til að halda Norræna ráðstefnu um staðalmyndir og kynferðislega áreitni á hótelum, veitingastöðum og í ferðamannaiðnaðinum. Samstarfsaðilar eru verkalýðsfélög á Norðurlöndunum sem starfa innan þessara greina auk Norrænu samtakanna NU-HRCT (Samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum). Verkefnið hlaut styrk úr jafnréttissjóði Norðurlandaráðs og hefst undirbúningur á haustdögum og ráðstefnan sjálf verður haldin næsta vor á Íslandi. Málefnið hefur verið töluvert í umræðunni á hinum Norðurlöndunum og sýna rannsóknir að allt að 70% kvenna sem starfa í ferðamannaiðnaðinum verða fyrir áreitni vegna kynferðis síns á vinnustaðnum. Engar rannsóknir eru til hér á landi svo vitað sé en fullt tilefni til að hefja umræðuna. Stefnt er að því að koma saman fagfólki, rannsakendum og verkalýðshreyfingunni á ráðstefnunni næsta vor, skiptast á upplýsingum og leiðum til úrbóta og móta stefnu í málaflokknum.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA