Ný skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar komin út

Skýrslan Hæfni er grunnur að gæðum er komin út. Markmiðið með skýrslunni er að miðla sýn atvinnulífs og menntakerfis á nám í ferðaþjónustu þannig að sú sýn geti verið skólum og yfirvöldum leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Starfsgreinasambandið tók þátt í vinnunni ásamt fulltrúum fyrirtækja, stéttarfélaga, skóla og annarra fræðsluaðila, auk fulltrúa ráðuneyta og stofnana. Góð þátttaka og mikill áhugi á verkefninu endurspegla vel þann metnað sem ríkir innan greinarinnar. Skýrsluna má nálgast hér.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA