Nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk í uppstokkun, beitningu og netavinnu

Á dögunum gekk Starfsgreinasambandið frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsfólk í uppstokkun, beitningu og netavinnu. Samningurinn er á milli SGS annars vegar og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða hins vegar. Um er að ræða langtímasamnings sem gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028, sbr. samnings SGS og Samtaka atvinnulífsins frá því í mars sl.

Samkvæmt nýjum samningi hækkar kauptrygging beitningarfólks úr 448.224 kr. í 474.690 kr. frá 1. febrúar 2024, en í lok samningstímans verður kauptryggingin orðin 554.086 kr. Desember- og orlofsuppbætur hækka í takt við það sem áður hafði verið samið um í kjarasamningi SGS og SA, en í lok samningstímans verður desemberuppbót 118.000 kr. og orlofsuppbót 64.000 kr. miðað við fullt starf.

Samninginn í heild sinni má nálgast hér.

Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa SGS, LS og SSÚ á samningafundi fyrr í sumar.

  1. 8/22/2024 3:02:05 PM Ræstingarauki um næstu mánaðarmót
  2. 8/6/2024 10:47:59 AM Nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk í uppstokkun, beitningu…
  3. 7/30/2024 3:18:29 PM Nýir kauptaxtar vegna ríkis og sveitarfélaga
  4. 7/15/2024 10:47:20 AM Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga 2024-2028…