Nýr kjarasamningur við NPA-miðstöðina

Starfsgreinasamband Íslands og Efling stéttarfélag hafa gengið frá kjarasamningi til næstu fjögurra ára við NPA-miðstöðina. Samningurinn tekur til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks og gildir afturvirkt frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028. Samningurinn tekur mið af aðalkjarasamningi SGS við Samtök atvinnulífsins og hefur sömu samningsforsendur og hann.

Helstu breytingar eru þær að kauptaxtar taka sömu hækkunum og urðu á lfl. 22 á almennum vinnumarkaði. Ný bókun kveður á um að eigi síðar en 15. janúar 2025 hefjist vinna við gerð heildstæðs kjarasamnings sem samningsaðilar stefna á að verði lokið fyrir árslok 2025. Þegar hefur verið boðað til fyrsta fundar samningsaðila vegna þessarar bókunar.

Samninginn í heild sinni, þar á meðal sérstakan samning um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma, má nálgast hér.

  1. 6/4/2024 10:01:47 AM SGS styður félaga sína í Færeyjum
  2. 5/24/2024 9:51:18 AM Nýr kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands
  3. 5/24/2024 9:46:25 AM Nýr kjarasamningur vegna NPA-aðstoðarfólks
  4. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins