Nýr samningur við Bændasamtök Íslands

Starfsgreinasamband Íslands undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Bændasamtök Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta þó fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags. Nýi samningurinn er í raun uppfærsla af samningi sem undirritaður var 2015 og tekur mið af þeim breytingum sem gerðar voru á samningum á hinum almenna vinnumarkaði í upphafi árs. Þannig hækka laun frá 1. janúar 2016 um 6,2% og mótframlag í lífeyrissjóð hækkar næstu árin með sama hætti og í öðrum störfum á almenna markaðnum. Nýja samninginn má sjá hér.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA