Nýr stofnanasamningur undirritaður við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þjóðgarðinn á Þingvöllum

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins undirrituðu í dag nýjan stofnanasamning við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Samningaviðræður hafa tekið ansi langan tíma og samningsaðilar haldið fjölmarga fundi, en loks náðist samkomulag um innihald samningsins og það má með sanni segja að þungu fargi hafi verið létt af öllum þeim sem komu að viðræðunum.

Um er að reiða einn heildstæðan samning fyrir allar þrjár stofnanirnar, en það er í fyrsta skipti sem sú er raunin.  

Í nýjum samningi eru gerðar breytingar á röðun starfa í launaflokka og sömuleiðis þeim forsendum sem eru gerðar varðandi ábyrgð í starfi og starfsreynslu og menntun sem er metin til hækkunar.

Meðal annarra breytinga í samningnum má nefna ákvæði um fatapeninga og greiðslur fyrir tímabundið álag og einstaka þætti. Þá var ákvæði um starfsmannasamtöl sett í fastara form.
Stofnanasamninginn í heild sinni má nálgast hér.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA