Nýr upplýsingabæklingur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Eining-Iðja, eitt af aðildarfélögum SGS, ákvað nýlega að láta útbúa bækling með ýmsum upplýsingum fyrir þá sem vinna í ferðaþjónustu, sbr. veitingastöðum, hótelum, gistiheimilum eða í afþreyingarferðaþjónustu. Í bæklingnum er m.a. fjallað um lágmarkshvíld, jafnaðarkaup, vaktavinnu, að reynslutími eða starfsþjálfun er líka vinna og margt fleira. SGS hvetur starfsfólk í ferðaþjónustu til að kynna sér innihald bæklingsins nánar og vera meðvitað um réttindi sín. Hér má skoða bæklinginn á pdf-formi.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA