Sænska alþýðusambandið leggur áherslu á hækkun lægstu launa

Samræmd kröfugerð sænska alþýðusambandsins (LO) fyrir kjarasamningslotu næsta árs var kynnt í gær og er áherslan lögð á að hækka laun þeirra lægst launuðu. Krafa sambandsins er eins árs kjarasamningur þar sem mánaðarlaun hækki um 13.300 íslenskar krónur (700 SEK) fyrir allt launafólk sem hefur laun undir 475.000 króna á mánuði (25.000 SEK).  Þeir sem eru með hærri laun fái 2,8% hækkun á laun sín. Að auki er gerð krafa um hækkun á kjarasamningsbundnum fæðingarorlofsgreiðslum sem koma til viðbótar greiðslum úr fæðingarorlofssjóði og krafa um betri slysarétt. Öll aðildarsambönd sænska alþýðusambandsins (LO) standa að baki þessari kröfugerð og telja þau að hér sé um ábyrga kröfugerð sem hagkerfið þolir, en kröfugerðin tekur mið af versnandi samkeppnistöðu útflutningsgreina, auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Fyrr á þessu ári höfðu aðildarssambönd LO boðað mun hærri launakröfur, en dregið hefur verið úr þeim vegna versnandi efnahagsaðstæðna. Aðal markmiðið með þessari samræmdu launastefnu er að auka kaumátt launa og fjölga störfum, en undirliggjandi markmiðið er að auka launajöfnuð og draga úr kynbundnum launamun.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA