SGS berst enn frekari stuðningur erlendis frá

Eins og greint var frá hér á vefnum fyrir skemmstu þá hafa hafa fjölmörg systursamtök SGS á alþjóða-, evrópska- og norræna vísu sent sambandinu samstöðuyfirlýsingar þar sem þau lýsa yfir eindrægum stuðningi við kröfur og verkfallsaðgerðir sambandsins. Síðan þá hefur enn frekari stuðningur borist sambandinu víðs vegar frá í heiminum, t.a.m. frá Kanada, Portúgal og Króatíu. Líkt og áður er um að ræða stór og öflug samtök launafólks. Eftirtalin systursamtök/stéttarfélög hafa sent sambandinu samstöðuyfirlýsingar að undanförnu þar sem þau koma stuðningi sínum við SGS á framfæri.
  • SYNTEB í Togo
  • SIMA í Portúgal
  • CCOO á Spáni
  • NGG í Þýskalandi
  • FNSZ í Búlgaríu
  • CSC Food and Services í Belgíu
  • STUH í Króatíu
  • Industri Energi í Noregi
  • UNITE HERE í Kanada
  • ABVV - FGTB HORVAL í Belgíu
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA