SGS og Bændasamtökin undirrita nýjan kjarasamning

Í gær undirritaði SGS nýjan kjarasamning við Bændasamtök Íslands. Samningurinn nær til starfsmanna sem vinna við almenn landbúnaðarstörf á bænda­býlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferða­þjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta þó fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og byggir á kjarasamningi SGS og SA sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn. Allir launaliðir samningsins taka breytingum í samræmi við kjarasamning SGS og SA.

Samningsaðilar samþykktu að á samningstímanum fari fram viðræður um framtíð og gildissvið samningsins og munu þær hefjast í byrjun október 2023.

Samninginn má nálgast hér.

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag