Söguleg aukning verðbólgu milli mánaða

Í nýjasta fréttabréfi IndustriAll European Trade Union kom fram að verðbólga í Evrópu mældist 7,5% í mars 2022. Hækkun á milli mánaða hefur aldrei aukist eins mikið en í febrúar mældist hún 5,9%. Það sem veldur þessari miklu verðbólgu er hækkun hráefna, þá fyrst og fremst gass og olíu.

Einnig spilar inn í mikil verðhækkun á þjónustu, matvöru, áfengi og tóbaki. Um er að ræða sögulegar verðhækkanir sem má rekja til árás Rússa inn í Úkraínu. Stríðið hefur nú þegar haft áhrif á heimshagkerfið og leiðir til þess að allt verð mun hækka, hvort sem það er orka eða matur.

IndustriAll European Trade Union eru Evrópusamtök launafólks í iðnaði og framleiðslu og er eitt af systursamtökum SGS í Evrópu.

  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA