Starfsmenn SGS í heimsókn hjá aðildarfélögum

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn SGS, þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri og Árni Steinar Stefánsson sérfræðingur, sótt nokkur af aðildarfélögum sambandsins heim. Heimsóknirnar hafa undantekningalaust verið góðar og gagnlegar og til þess fallnar að efla samskipti milli skrifstofunnar og félaganna. Félögin sem hafa nú þegar verið heimnsótt eru Báran á Selfossi, Eining-Iðja á Akureyri, Framsýn á Húsavík, Stéttarfélag Vesturlands í Borgarbyggð, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðsfélag Þórshafnar og Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði. Starfsmenn SGS áforma fleiri heimsóknir á næstu vikum. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá heimsóknunum. [gallery columns="4" link="file" ids="1009,1010,1011,1012"]
  1. 11/12/2025 10:28:33 AM Auknar líkur á atvinnuleysi út árið 2027
  2. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  3. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  4. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára