Þing NU-HRCT

Þing NU-HRCT (Samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum) stendur nú yfir í Þrándheimi í Noregi. Þingið, sem er haldið á fjögurra ára fresti, hófst í gær og lýkur á morgun. Á þinginu sitja fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum en SGS á þar þrjá fulltrúa; Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, Kristján Bragason, framkvæmdastjóri SGS og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður VerkVest, En Finnbogi á einnig sæti í stjórn NU-HRCT. MATVÍS sendi jafnframt tvo fulltrúa á þingið fyrir sína hönd. Málefni ferðaþjónustunnar hafa verið talsvert til umræðu á þinginu, m.a. tækifæri og ógnanir í greininni og hvernig er hægt að skapa vöxt í ferðaþjónustunni en um leið tryggja góð og vel launuð störf. NU-HRCT hafa alls 115.000 félagsmenn innan sinna raða en sjö landssambönd frá fimm löndum eiga aðild að samtökunum.  
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA