Vel heppnaður fræðslufundur

Í gær stóðu Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Samtök Fiskvinnslustöðva (SF) fyrir fræðslufundi um afkastahvetjandi launakerfi í fiskvinnslum. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í húsakynnum Einingar-Iðju á Akureyri. Fundinn sóttu rúmlega 10 trúnaðarmenn sem starfa í fiskvinnslum á Akureyri, Dalvík, Sauðárkróki og víðar. Áður höfðu sambærilegir fundir verið haldnir bæði í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Á fundinum fór Bragi Bergsveinsson, fyrrverandi tæknifræðingur SF til fjölda ára, yfir sögu launakerfanna, uppbyggingu á staðaltíma auk þess að fara ýtarlega yfir þau launakerfi sem notuð eru í fiskvinnslum landsins. Fundurinn þótti takast afar vel, enda voru þátttakendur mjög áhugasamir um efnið og tóku virkan þátt í þeim umræðum sem sköpuðust.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA