Verkfall hefst á fimmtudag

Félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins samþykktu með afgerandi hætti að fara í verkfall til að fylgja eftir kröfum sínum og þrýsta á um gerð nýrra kjarasamninga. Þegar þetta er ritað á mánudagi 27. apríl lítur út fyrir að verkfall bresti á enda eru engar viðræður í gangi að heitið geti. Samtök atvinnulífsins hafa ekki sýnt neina tilburði til að koma til móts við kröfur SGS, þvert á móti hafa samtökin hafnað kröfunum alfarið og telja þær ekki viðræðugrundvöll. Ósveigjanleiki SA hefur því knúið launafólk til að nýta það neyðarúrræði sem verkföll eru. Svo virðist hins vegar sem samtök atvinnurekenda gangi ekki í takt við fyrirtækin sem eiga aðild að þeim enda linnir varla fyrirspurnum til aðildarfélaga SGS um hvernig megi komast hjá verkfalli. Atvinnulífið virðist vera að vakna upp við vondan draum þegar það stendur frammi fyrir samtakamætti launafólks. Upplýsingar um verkföll, hvenær þau eru áætluð, til hverra þau taka, kröfur SGS, undanþágur o.s.frv. má nálgast á verkfallsvef SGS https://www.sgs.is/verkfall/. Einnig miðlar sambandið upplýsingum á facebooksíðunni „Vinnan mín“.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag