Verkfall starfsmanna í loðnubræðslum hefur verið afboðað.

Ekki náðist starfsmanna í öllum loðnubræðslum hér á landi. Fullur stuðningur og samstaða var í Færeyjum, Noregi og Danmörku við aðgerðir bræðslumanna hér á landi. Ekki hefði verið unnt að landa loðnu þar úr íslenskum skipum. Sameiginleg samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélag samþykkti í dag að aflýsa boðuðu verkfalli í fiskimjölsverksmiðjunum níu á félagssvæði félaganna. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness einnig aflýst boðuðu verkfalli í fiksimjölsverksmiðjunni á Akranesi. Í fréttatilkynningu frá AFLI og Drífanda kemur fram að ástæða þess að verkfallinu er aflýst sé skortur á samstöðu milli verkalýðsfélaga á landinu en brætt er á vöktum í verksmiðjunni á Þórshöfn og Helguvík, en þar hefur ekki verið boðað til vinnustöðvunar. Í frétt á vef RÚV í dag kemur fram að Færeyingar hafi ekki viljað styðja kjarabaráttu bræðslufólks hér á landi en það er rangt. Fullur stuðningur var við löndunarbann í Færeyjum. Það var staðfest formlega á fundi framkvæmdastjórnar Föroyja arbeiderfélag í dag að sögn Ingiborgar Vinter formanns félagsins.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA