20. nóvember 2023
Samninganefnd SGS skorar á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullan greiðslufrest
Fyrir helgi kom samninganefnd SGS saman til fundar í húsakynnum sambandsins, en samninganefndina skipa formenn allra 18 aðildarfélaga SGS. Á fundinum var gengið frá kröfugerð sambandsins gagnvart Samtökum atvinnulífsins og farið yfir stöðu kjaramála.
14. nóvember 2023
Desemberuppbót 2023
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári.
27. október 2023
Þingi Starfsgreinasambandsins lokið
Níunda þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru sex ályktanir; um kjaramál, byggðamál, heilbrigðismál, húsnæðismál og lífeyrismál. Jafnframt samþykkti þingið ályktun um stuðning við eldri borgara og öryrkja. Þá var starfsáætlun til tveggja ára samþykkt sem og breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins.
25. október 2023
Fráfarandi formenn kvaddir á þingi SGS
Í lok fyrsta þingdags voru formlega kvaddir þrír formenn sem nýverið hafa látið af formennsku í sínu félagi, þau Kolbeinn Gunnarsson, Björn Snæbjörnsson og Signý Jóhannesdóttir. Þau eiga öll yfir 40 ára starf að baki innan verkalýðshreyfingarinnar.
25. október 2023
9. þing SGS sett - ræða formanns
Níunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett á Hótel Natura í Reykjavík í dag en á þingið í ár eru mættir 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins til að leggja línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja.