4. mars 2022
Fullur stuðningur vegna sameinaðra aðgerða gegn innrás Rússa
Sameiginleg norræn yfirlýsing varðandi ástandið í Úkraínu eftir Claus Jensen, forseta Nordic In og forseta CO-industri (DK), varaforseta Nordic In Marie Nilsson, Riku Altu forseta iðnaðarsambandsins Teollisuusliitto, Jørn Eggum forseta norska verkalýðssambandsins Fellesforbundet og aðalritara Nordic In Reijo Paananen.
24. febrúar 2022
Ályktun um stjórnarmenn lífeyrissjóða
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands tekur heilshugar undir áhyggjur aðildarfélaga sambandsins sem hafa með bréfum til Fjármálaeftirlitsins gert alvarlegar athugasemdir varðandi mat á hæfi almennra sjóðfélaga til að gegna stjórnarsetu í stjórnum lífeyrissjóða.
8. febrúar 2022
Vinnuhraði í ræstingu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna
Í kjarasamningum SA og SGS sem gilda frá 1. apríl 2019 var samþykkt sérstök bókun um afköst í tímamældri ákvæðisvinnu og það yrði skipaður sérstakur starfshópur til að skoða afköstin. Í bókuninni var gert ráð fyrir að Ríkissáttasemjari boðaði til fyrsta fundar og verkstýrði viðræðum og átti þessari vinnu að vera lokið í maí 2020.
8. febrúar 2022
Lögbrot að segja upp starfsmanni sökum aldurs
Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði nýlega í máli sem snéri að starfslokum sem voru kærð með vísan til þess að um hafi verið að ræða mismunun á grundvelli aldurs. Ástæðan sem atvinnurekandinn (eða fyrirtækið) gaf fyrir uppsögninni var að starfsmaðurinn hefði náð 67 ára aldri.
2. febrúar 2022
Mannréttindi á vinnustaðnum
Á Íslandi þykja dómar ganga svo skammt þegar kemur að brotum atvinnurekanda gegn kjara- og ráðningarsamningum að verkalýðsfélög kalla eftir því að lögum verði breytt eða önnur sjónarmið lögð til grundvallar. Sem gefur til kynna að réttindi launafólks í ráðningarsamböndum við atvinnurekendur standi höllum fæti. Ör samfélagslegþróun krefst stöðugrar endurskoðunar á túlkunargrundvelli vinnuréttarsambands.