28. október 2019
Samband íslenskra sveitarfélaga vísar kjaradeilunni til ríkissáttasemjara
SGS og Eflingu barst í dag bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt var að sveitarfélögin hefðu einhliða ákveðið að vísa yfirstandandi kjaradeilu til Ríkissáttasemjara. Ástæðan sem tilgreind er og vísað til er ályktun sem samþykkt var í tilefni af kvennafrídeginum á þingi SGS í síðustu viku. Þar var meðal annars var fjallað um stöðu ófaglærða verkakvenna og stöðunni kjaradeilunni.
25. október 2019
Sjöunda þingi Starfsgreinasambandsins lokið
Sjöunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk síðdegis í dag, 25 október. Mikill kraftur var í umræðum á þinginu m.a. um kjaramál í víðtækum skilningi, baráttu við launaþjófnað, húsnæðismál, mikilvægi þess að vaxtalækkanir skili sér til almennings og heilbrigðismál,sérstaklega þann mikla kostnað sem íbúar landsbyggðarinnar bera við að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu.
25. október 2019
Ályktun í tilefni af kvennafrídeginum
Starfsgreinasamband Íslands minnist þess að 44 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum þann 24. október árið 1975. Þennan dag sameinuðust íslenskar konur um að leggja niður störf og lama þar með íslenskt atvinnulíf til að vekja athygli á ómetanlegu vinnuframlagi kvenna á íslenskum vinnumarkaði og inni á heimilum.
24. október 2019
Skammvinnt samdráttarskeið
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, fór yfir þróun og horfur í efnahagsmálum á þingi SGS í dag. Í máli hennar kom fram, að útlit sé fyrir að landsframleiðsla dragist saman á þessu ári, eftir átta ára samfellt hagvaxtarskeið. Hagdeildin spáir því að samdrátturinn verði 0,3% á þessu ári.
24. október 2019
Vandamálin þau sömu og annars staðar í Evrópu
Ójöfnuðurinn hefur hins vegar ekki einungis átt sér stað innan einstakra landa, bilið á milli ríkustu og fátækustu þjóða Evrópu hefur einnig aukist mikið seinustu árin. Þetta ójafnvægi hefur skapað mikla spennu og óánægju á meðal almennings í Evrópu sem á erfitt með að láta laun duga fyrir eðlilegri framfærslu. En eins og þið sjáið eru vandamálin þau sömu og hér á landi.