Atkvæðagreiðsla um kjarasamning hófst í morgun

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins hófst kl. 8:00 í morgun og stendur hún til kl. 12 á hádegi 24. febrúar næstkomandi. Í gær, 15. febrúar, sendi ASÍ út kynningargögn um samninginn og atkvæðagreiðsluna í pósti og ættu þau að hafa borist öllum sem eru á kjörskrá á tímabilinu 16. - 19. febrúar. Í gögnunum er að finna lykilorð sem viðkomandi notar til að greiða atkvæði. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofum síns félags. Til að greiða atkvæði er t.a.m. hægt að fara inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins (www.sgs.is) og smella á vefborðann á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorðið sem hann fær sent í pósti. Um kjarasamninginn: Samninginn í heild sinni má sjá hér. Kynningu á helstu atriðum kjarasamningsins má sjá hér. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ kynnir kjarasamninginn á fjarfundi (myndband). Kynning á framkvæmd rafrænnar atkvæðagreiðslu (slæður)
  1. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  2. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  3. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  4. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta