Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við SA

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins verður með rafrænum hætti og fer fram frá kl. 8:00 föstudaginn 12. júní til kl. 12:00 mánudaginn 22. júní nk. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar eftir hádegi 22. júní. Allir félagsmenn eru á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofum síns félags. Félagsmenn fara inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins (www.sgs.is) og smella á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorðið sem hann fær sent í pósti. Allir kosningabærir félagsmenn fá sendan kynningarbækling í pósti í tengslum við atkvæðagreiðsluna, en bæklingurinn inniheldur m.a. lykilorð viðkomandi.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA