11. febrúar 2019
Halldór Björnsson látinn
Halldór Björnsson, fyrsti formaður Starfsgreinasambands Íslands er látinn, 90 ára að aldri. Þegar Starfsgreinasambandið var stofnað árið 2000 var Halldór kosinn fyrsti formaður þess og gegndi því starfi til 2004. Hann sinnti fjölmörgum öðrum störfum innan verkalýðshreyfingarinnar, var meðal annar varaforseti ASÍ, en þekktastur er Halldór án efa fyrir störf sín í þágu Dagsbrúnar og seinna Eflingar…
31. janúar 2019
Mikilvægur áfangi í baráttunni gegn brotastarfsemi
Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni. ASÍ og stéttarfélögin hafa á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúl…
23. janúar 2019
Eingreiðsla fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, á sérstaka eingreiðslu sem á að greiðast þann 1. febrúar næstkomandi.   Kr. 42.500 hjá sveitarfélögunum Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem var við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega mið…
23. janúar 2019
Margt í samræmi við kröfugerð SGS í nýjum tillögum um húsnæðismál
Í gær voru kynntar tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Tillögurnar eru í 40 liðum og snúa að fjölmörgum atriðum á húsnæðismarkaðnum. Margar tillögurnar eru í samræmi við kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum, sem samþykkt var 10. október síðastliðinn. Má þar sérstaklega nefna tillögur um betri lánakjör fyrir óhagnaða…
14. janúar 2019
Er fátækt á Íslandi sjálfsögð?
Í blaðagrein sem þingmaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar í MBL segir að fátækt á ĺslandi væri lítil í alþjóðlegum samanburði. Í því samhengi var fátækt hér á landi borin saman við fátækt í Svíþjóð og horft aftur til ársins 2014. Má lesa úr orðum þingmannsins að í velferðarríki sé fátækt sjálfsagt og eðlilegt fyrirbæri. Allt frá árinu 2010 hafa stjórnvöld markvisst dregið úr og skorið n…