10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið

10. þingi Starfsgreinasambandsins lauk í dag. Samþykktar voru sjö ályktanir um byggðamál, starfsemi PCC á Bakka, húsnæðismál, kjaramál, leikskólamál, lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi. Allar ályktanir og afgreidd mál þingsins má nálgast á þingvef SGS.

Vilhjálmur Birgisson (Verkalýðsfélagi Akraness) var einn í framboði til formanns SGS og var hann sjálfkjörin í embættið til næstu tveggja ára.

Vilhjálmur þakkaði í ræðu sinni kærlega fyrir það traust sem honum var sýnt til að leiða sambandið til næstu tveggja ára. Þá sagði hann: "hvorki stjórnvöld né atvinnurekendur geta hunsað okkur ef við stöndum saman sem eitt afl. Ég hef setið mörg þingin í áranna rás og hef í raun aldrei fundið fyrir jafnmikilli samstöðu og nú, en samt krafti og það skiptir öllu máli".

Guðbjörg Kristmundsdóttir (VSFK) var einnig ein í framboði til varaformanns og var sömuleiðis sjálfkjörin. Þá voru sjö í framboði sem aðalmenn í framkvæmdastjórn til tveggja ára og voru eftirtaldir kosnir:

Aðalsteinn Árni Baldursson, Framsýn stéttarfélag

Tryggvi Jóhannsson, Eining-Iðja

Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Stéttafélagi Vesturlands

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, AFL starfsgreinafélag

Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélagi Suðurlands

Eyþór Þ Árnason, Hlíf

Þórarinn Sverrisson, Aldan

Sem varamenn í framkvæmdastjórn hlutu eftirtaldir kosningu:

Birkir Snær Guðjónsson, AFL starfsgreinafélag

Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélagi Grindavíkur

Hrund Karlsdóttir, Verkalýðs og sjómannafélag Bolungarvíkur

Sigurey A. Ólafsdóttir, Stéttarfélagið Samstaða

Alma Pálmadóttir, Hlíf

Umræður um lífeyrismál voru helst áberandi á þinginu enda gríðarlegir miklir hagsmunir í húfi fyrir verkafólk í landinu, þá sérstaklega niðurfelling á opinberu jöfnunarframlagi sem bitnar helst á verkamannasjóðum sem hafa mun hærri örorkubyrði en aðrir lífeyrissjóðir.

  1. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára
  2. 10/10/2025 11:14:08 AM 10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið
  3. 10/9/2025 11:02:52 AM Skrifstofan lokuð vegna þings SGS
  4. 10/8/2025 4:49:25 PM 10. þing SGS sett - ræða formanns