Atvinnuþátttaka eykst og atvinnuleysi minnkar

Í nýbirtum hagtíðindum fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2012 gefur að líta ánægjulega þróun ef miðað er við sömu ársfjórðungana árin á undan. Atvinnuleysi mældist 4,7% á tímabilinu en á sama tíma árið á undan var atvinnuleysi 6%. Atvinnuþátttaka jókst um 0,3 prósentustig og er 78,8% á viðmiðunartímabilinu, þá dró nokkuð úr vinnutímafjölda, sem er nú að meðaltali 38,7 stundir á viku en dreifist nokkuð ójafnt á kynin. Karlar vinna að meðaltali 42,7 stundir á viku á meðan konur vinna að meðaltali 34,3 stundir. Hagtíðindi launa, tekna og vinnumarkaðar má lesa hér.  
  1. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  2. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  3. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
  4. 4/30/2025 2:33:52 PM Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins