Burt með mismunun - ný vefsíða

Mismunun á vinnumarkaði getur átt sér ýmsar ólíkar birtingarmyndir og það getur reynst dýrmætt að vera upplýst/ur um þessar ólíku birtingarmyndir til að geta brugðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. Mikilvægt er að muna að mismunun á aldrei að líðast og er þar að auki ólögleg, bæði á vinnumarkaði og í daglegu lífi. Þetta á við um mismunun á grundvelli kyns, kynsþáttar, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, þjóðernisuppruna, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.

Jafnréttisstofa hefur sett inn upplýsingar á íslensku og ensku á heimasíðuna sína þar sem einstaklingar geta kynnt sér nánar hvað felst í banni við mismunun samkvæmt jafnréttislögum ásamt því að geta leitað aðstoðar hjá ráðgjöfum Jafnréttisstofu á einfaldan hátt. Þar má einnig finna upplýsingar um kærunefnd jafnréttismála en hafa ber í huga að hægt er að leita til hennar í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna.

Síðuna má nálgast hér.

  1. 9/18/2025 11:47:52 AM Nýr verkefnastjóri SGS
  2. 9/9/2025 3:43:59 PM Ályktun formannafundar SGS
  3. 8/21/2025 4:05:35 PM SGS óskar eftir verkefnastjóra
  4. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða