Finn­björn A. Her­manns­son kjörinn forseti ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson var í dag kjörinn forseti ASÍ á 45. þingi Alþýðusambands Íslands. Finnbjörn var sjálfkjörinn í embættið þar sem  engin mótframboð bárust.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags var kjörin í embætti annars varaforseta ASÍ. Í embætti fyrsta varaforseta var kjörinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og í embætti þriðja varaforseta var kjörinn Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Engin mótframboð bárust.

  1. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  2. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  3. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
  4. 4/30/2025 2:33:52 PM Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins