Kjarasamningar undirritaðir

Skrifað var undir kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði í kvöld. Helstu atriði samningsins er snúa að félögum í Starfsgreinasambandinu er 8.000 króna launahækkun auk tilfærslu um einn launaflokk og 2,8% hækkun á alla almenna liði kjarasamningsins. Auk þess hækkar lágmarkstekjutrygging eftir fjögurra mánaða starf úr 204.000 í 214.000 krónur. Desember- og orlofsuppbætur hækka einnig hlutfallslega. Flest félög innan SGS undirrituðu samningana í kvöld en við tekur kynningarferli og atkvæðagreiðsla meðal allra félagsmanna. Niðurstaða á að liggja fyrir ekki síðar en 22. janúar næstkomandi þannig að aðildarfélög SGS fara að undirbúa atkvæðagreiðslur strax í upphafi nýs árs. [hr toTop="false" /]
  1. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  2. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  3. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára
  4. 10/10/2025 11:14:08 AM 10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið