Kópavogsmódelið fær falleinkun

Leikskólamál hafa lengi verið í brennidepli hjá aðildarfélögum SGS. Til dæmis varaði formannafundur SGS í desember síðastliðnum við þeirri þróun sem hefur orðið í leikskólamálum víða um land þar sem daglegur vistunartími er styttur í 6 klukkustundir en gjald umfram þann tíma hækkað verulega, eða Kópavogsmódelið svokallaða.    

Þessi viðvörun hefur nú verið staðfest í nýlegri viðtalsrannsókn Vörðu, Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, þar sem að mati foreldra 2 til 5 ára leikskólabarna í sveitarfélaginu virkar Kópavogsmódelið ekki og margir þeirra lýsa yfir mikilli streitu vegna þessara breytinga.   

Kópavogsmódelið virkar þannig að 6 tímar á dag eru gjaldfrjálsir, þar er að segja foreldrar sem þurfa sex tíma vistun fyrir börnin sín í leikskóla, greiða bara fæðisgjald. Hver hálftími og klukkutími umfram þessa sex tíma eru mjög dýrir, sem þýðir að þegar upp er staðið greiða foreldrar sem þurfa lengri vistunartíma mun hærri leikskólagjöld en áður.

Annar hluti af kerfisbreytingunni er sá að teknir voru upp svokallaðir skráningardagar, sem eru yfirleitt í tengslum við þessa hefðbundu frídaga eins og dymbilvikuna og milli jóla og nýárs, þegar leikskólar eru alla jafna lokaðir. Foreldrar þurfa greiða sérstaklega fyrir vistun þá daga og eru þeir ekki er innifaldir í leikskólagjöldum.

Horft í sparnað - ekki velferð barna og starfsfólks
Margir viðmælendur sögðust upplifa að umræddar kerfisbreytingarnar á starfsemi leikskólanna hafi aðallega verið gerðar út frá fjárhagslegum hvötum Kópavogsbæjar en ekki með velferð barna, foreldra og starfsfólks að leiðarljósi. Þá er einnig mikil óánægja með fyrirkomulag skráningadaga.
Margir foreldrar lýsa yfir mikilli streitu og tímapressu við að samræma vinnu og fjölskyldulíf og breytingarnar hafi aukið álagið á þau. Meira að segja finna þeir foreldar sem búa við meiri sveigjanleika í vinnu samt sem áður fyrir auknu álagi eftir breytingarnar.

  1. 10/3/2025 2:00:48 PM Kópavogsmódelið fær falleinkun
  2. 10/3/2025 11:14:53 AM 10. þing SGS
  3. 9/18/2025 11:47:52 AM Nýr verkefnastjóri SGS
  4. 9/9/2025 3:43:59 PM Ályktun formannafundar SGS