Laun starfsfólks hjá ríkinu hækka um 0,5% til viðbótar

Laun félagsmanna í aðildarfélögum SGS sem starfa hjá ríkinu munu hækka um að 0,5 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði.Reglulega er skoðað hvort bæta þurfi opinberu starfsfólki upp launaþróun á almennum markaði og þetta var niðurstaðan að þessu sinni. Áður höfðu laun þessa hóps hækkað um að meðaltali 1,8% afturvirkt frá 1. janúar 2017, á grundvelli samkomulagsins. SGS hefur nú leiðrétt áðurútgefna kauptaxta þar sem launataflan hefur verið uppfærð með tilliti til umræddrar hækkunnar. Kauptaxtana má nálgast hér.
  1. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  2. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  3. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára
  4. 10/10/2025 11:14:08 AM 10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið