Öflugir félagsliðar á fræðsludegi

Um 20 félagsliðar komu saman á fræðsludegi félagsliða sem haldinn var á Fosshótel Reykjavík í síðustu viku. Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða standa sama fyrir þessum fyrir árlega viðburði sem er fyrir löngu orðinn fastur liður í starfsemi sambandsins.

Að vanda var dagskráin fjölbreytt en að þessu sinni fengu gestir m.a. fræðslu um öryggi og sjálfsvarnir og mikilvægi liðsheildar á vinnustöðum. Þá fór formaður Félags íslenskra félagsliða yfir stöðu félagsliða og starfsemi félagsins og sérfræðingur SGS ræddi um kjarasamninga og stöðuna á vinnumarkaði. Miklar og góðar umræður sköpuðust meðal þátttakenda og ljóst að það ríkir mikill kraftur og góður andi í þessum öfluga hópi.

  1. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára
  2. 10/10/2025 11:14:08 AM 10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið
  3. 10/9/2025 11:02:52 AM Skrifstofan lokuð vegna þings SGS
  4. 10/8/2025 4:49:25 PM 10. þing SGS sett - ræða formanns