SGS óskar eftir verkefnastjóra

Erum við að leita að þér? Starfsgreinasamband Íslands leitar að skipulögðum, drífandi og jákvæðum verkefnastjóra í 100% framtíðarstarf á skrifstofu sambandsins. Um er að ræða lifandi og fjölbreytt starf þar sem margþætt menntun og reynsla nýtist vel.

Fríðindi í starfi:

  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni
  • Tækifæri til að móta og þróa starfið
  • Hádegismatur
  • Líkamsræktarstyrkur

Helstu viðfangsefni verkefnastjóra:

  • Sinnir ráðgjöf og þjónustu við aðildarfélög SGS á sviði kjara-, vinnumarkaðs- og starfsfræðslumála.
  • Leiðbeinir starfsfólki og félagsmönnum aðildarfélaga SGS varðandi túlkun á kjarasamningum.
  • Hefur umsjón með útgáfu- og kynningarmálum SGS.
  • Þátttaka í skipulagningu og undirbúningi viðburða.
  • Þátttaka í innra starfi SGS, seta í nefndum og vinnuhópum fyrir hönd SGS, seta á formanna- og framkvæmdastjórnarfundum.
  • Almenn skrifstofustörf, skýrslugerð, fundarritun.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hagnýt menntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli
  • Lausnamiðað viðhorf til verkefna
  • Reynsla og áhugi á kjaramálum og málefnum stéttarfélaga
  • Góð tölvufærni skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð enskukunnátta skilyrði
  1. 9/18/2025 11:47:52 AM Nýr verkefnastjóri SGS
  2. 9/9/2025 3:43:59 PM Ályktun formannafundar SGS
  3. 8/21/2025 4:05:35 PM SGS óskar eftir verkefnastjóra
  4. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða